örnbárður.annáll.is

AnnállAuglýsingarLíkræðurPistlar o.fl.PrédikanirSkopmyndirUm annálinnÞýðingar

« Hvar liggur valdið? · Heim · Jens Tómasson 1925-2012 »

Rætur Angelu Merkel kanslara

Örn Bárður @ 21.26 31/10/12

LutherMerkelLúterskur mergur þýsku aðhaldsstefnunnar
Eftir Steven Ozment
Birtist í vefútgáfu
The New York Times 11. ágúst 11 2012
og á prenti daginn eftir.

Greinin las ég í sumarið 2012
og sneri á íslensku
og birti nú hér
siðbótardaginn 31. október 2012.

Ef til er eitt þjóðerni sem umheimurinn telur sig skilja auðveldlega og algerlega til fulls, þá eru það Þjóðverjar. Settu í einn pott nasismann og gyðingahatrið og sjá! – 2000 ára spennandi og flókin saga hverfur eins og dögg fyrir sólu.

Frá upphafi evru-kreppunnar, hefur þessi smættarhyggja, sem gætir í senn innan Þýskalands og utan, síast inn gegnum örlagaríka arfleifð Weimar-tímans, árin sem gáfu fyrirheit um lýðræði í kjölfar niðurlægingar Fyrri heimstyrjaldarinnar og endaði svo með valdatöku nasista 1933.

Annars vegar er því haldið fram að óðaverðbólga þriðja áratugar síðustu aldar útskýri andúð Þýskalands á þenslu-hvetjandi peninga- og fjármálastefnu í dag. Hins vegar að fingraför nasista á millistríðsárunum sanni fyrir sumum að jafnvel nú árið 2012 sé lýðræðislega þenkjandi Þjóðverjum ekki treystandi þegar kemur að velferð Evrópu.

Við skulum líta lengra aftur en til hins flekkaða Weimar-lýðveldis og kafa dýpra í óviðjafnanlega og ríka sögu Þýskalands og þá sérstaklega þau óafmáanlegu spor sem Marteinn Lúter markaði í söguna og þá „borg á bjargi“ er hann byggði með áhrifum sínum á Mótmælendatrúna. [Aths. þýðanda: Hér er vísað í sálminn Vor Guð er borg á bjargi traust sem er einskonar „þjóðsöngur“ Mótmælenda, einkum lúterskra, á ensku A Mighty Fortress Is Our God og á þýsku, Ein feste Burg ist unser Gott]


Jafnvel enn í dag – og enda þótt trúarleg fjölbreytni og veraldarhyggja sé við lýði í Þýskalandi – skilgreinir þjóðin sig og hlutverk sitt út frá skrifum og gerðum siðbótarmannsins á 16. öld sem skildi eftir sig skýra og skorinorða skilgreiningu á lúthersku samfélagi í ritgerð sinni Frelsi kristins manns hverrar efni hann dregur saman í tveimur setningum:  „Kristinn maður er  frjáls drottnari allra hluta og  engum undirgefinn. Kristinn maður er ánauðugur þræll allra hluta og hverjum manni undirgefinn.“ [Um frelsi Kristinn manns, ísl., þýð Magnús Runólfsson,  Reykjavík 1967, s.11]

Skoðum afstöðu Lúters til líknarmála og fátækrahjálpar. Hann gerði fátækrahjálp að skipulagðri og félagslegri skyldu með því koma upp fátækrakistu [sjóði] í hverjum þýskum bæ. Í stað þess að skriplast áfram eftir vegi hefðbundinna ölmusugjafa til þurfandi fátæklinga lagði Lúter til að þeir fengju styrk eða lán úr sjóðnum. Hver sem þannig fékk framlag lofaði að borga lánið til baka eftir að hafa náð tökum á vanda sínum og orðið sjálfbær. Þar með tók hann ábyrgð á náunga sínum og sjálfum sér. Þannig birtist elskan til náungans með því að axla sameiginlegar byrðar samfélagsins sem lútherskir kalla „trú sem starfar í kærleika“.

Lítið hefur breyst á 500 árum. Þýski kanslarinn, Angela Merkel, sem er fædd og skírð af austur-þýskum, lúterskum presti, trúir augljóslega að hinar aldagömlu siðferðilegu dyggðir og úrræði séu bestu læknislyfin í evru-kreppunni. Hún hefur enga löngun til að þröngva veraldlegri hugmyndafræði, hvað þá skipulagðri trú, uppá landa sína, en stjórnmálastefna hennar er greinilega mótuð af nægjusemi og fórnfýsi, en um leið af örlæti og sanngirni í anda Mótmælendatrúar.

Ef frú Merkel neitar að styðja svokölluð evru-skuldabréf, er það ekki vegna þess að það væri eins og að gefa fé til óverðugra fátæklinga heldur vegna þess að það myndi ekki hjálpa fátækum að taka ábyrgð á eigin lífi og verða sterkir í þágu sjálfra sín og þurfandi náunga. Sá sem þiggur og nær sér og hefur hag af samfélaginu þegar hann er þurfandi ber siðferðilega ábyrgð á að endurgreiða samfélaginu til baka og sýna þar með að hann er sterkur þjóðfélagsþegn sem getur fyllt á hinn sameiginlega sjóð og lagt fram sinn skerf handa þeim sem nú eru þurfandi nágrannar og hjálpuðu honum forðum. Þannig virkar fórnfúst lúterskt samfélag.

Fyrir þessi sjónarmið hefur frú Merkel verið uppnefnd „meinlætadrottning“ og annað verra. En hún er hvergi bangin. Hún viðurkennir að aðhald sé erfiðasta leiðin heim en bætir við að hún sé öruggasta og fljótlegasta leiðin til að ná efnahagsbata og fullu valdi á kreppunni. Lúter væri henni algjörlega sammála. Samkvæmt skoðanakönnunum eru Þjóðverjar einnig sammála frú Merkel. Þeir halda fast í trú sína sem borin er uppi af sterkum lúterskum kenningum um að mannlegt líf fái ekki þrifist í letingjaborgum og gjálífislöndum. Þeir vita að fé verður ætíð af skornum skammti og að markvisst þarf að vinna að öflun þess, skráningu og gæslu áður en því verður veitt til nýrra lántakenda og beiðenda.

Þeir hugga sig við þá staðreynd að þau lönd sem fylgt hafa hinni þýsku fyrirmynd og hlýtt lögum um aðhald og öðrum björgunaráætlunum kanslarans hafa náð bata ólíkt eyðsluklóm eins og Grikkjum og Ítölum.

Ef hin lúterska arfleifð um að fórna sér fyrir náungann veldur því að Þjóðverjar velja aðhaldsleiðina þá mun hún einnig leiða þá til félagslegrar skuldbindingar. Hin

url: http://ornbardur.annall.is/2012-10-31/raetur-angelu-merkel-kanslara/

Athugasemdir

Fjöldi 2, nýjasta neðst

Carlos @ 1/11/2012 05.13

Athyglisverð greining á sparnaðarstefnu Þjóðverja í Evrukreppunni. Hafði ekki dottið þetta í hug eða heyrt um þetta rætt á þessum nótum í þýskum fjölmiðlum. Vel gert.

Anna Benkovic @ 8/1/2013 18.08

Takk fyrir. Gaman að fá djúpa innsýn í mál. Mætti birtast oftar í blöðum landsmanna…


© örnbárður.annáll.is · Færslur · Ummæli