örnbárður.annáll.is

AnnállAuglýsingarLíkræðurPistlar o.fl.PrédikanirSkopmyndirUm annálinnÞýðingar

« Ólöf Hólmfríður Sigurðardóttir 1931-2012 · Heim · Sigurbjörg Ármannsdóttir 1941-2012 »

Háskóli himinsins – prédikun 30. september 2012

Örn Bárður @ 13.14 30/9/12

haskolihiminsinsPrédikun
í Neskirkju
sunnudaginn
30. september 2012 kl. 11
17. sd. e. þrenningarhátíð

Háskóli himinsins.

Textar dagsins.

Þú getur hlustað á ræðuna hér fyrir neðan og einnig lesið punktana sem stuðst var við.

trin 17 – 2012 Jesús læknar á hvíldardegi og ræðir um hefðarsætin
Í hvaða skóla gekkstu?
Hvar lærðir þú fyrir lífið?
Við erum alin upp í skólum. Þar fer fram mikilvæg mótun.
Við erum mótuð af kristnum gildum.
Í þúsund ár hefur boðskapur Krists hljómað.
Í dag talar Jesús í á 2. hundrað kirkjum landsins.
Það hefur áhrif.

Við þurfum aðhald Guðs orðs
Hið illa býr í okkur
Hið góða líka
Og það þarf að efla.

Lexían
Lexía:
Okv 16.16-19
Hve miklu betra er að afla sér visku en gulls
og ágætara að afla sér skynsemi en silfurs?
Háttur hreinskilinna er að forðast illt,
líf sitt varðveitir sá sem gætir breytni sinnar.
Dramb er falli næst,
hroki veit á hrun.
Betra er að vera hógvær með lítillátum
en deila feng með dramblátum.

Verðmætamat
Himinhá laun
Fólk eyðir því sem það aflar, sama hversu upphæðirnar eru háar.

Hér er minnt á annað gildismat
Hrun
Nú er árið 4 eftir Hrun.
Var Hrunið besta lexía Íslandssögunnar? Mikilvægasti bekkurinn í skóla lífsins?

Lúk 14.1-6 Að lækna á hvíldardegi
Guðspjall: Lúk 14.1-6
Hvíldardag nokkurn kom Jesús í hús eins af höfðingjum farísea til máltíðar og höfðu menn gætur á honum. Þá var þar frammi fyrir honum maður einn vatnssjúkur. Jesús tók þá til máls og sagði við lögvitringana og faríseana: „Er leyfilegt að lækna á hvíldardegi eða ekki?“
Þeir þögðu við. En hann tók á honum, læknaði hann og lét hann fara. Og Jesús mælti við þá: „Ef einhver ykkar á asna eða naut, sem fellur í brunn, mun hann ekki óðara draga það upp þótt hvíldardagur sé?“
Þeir gátu engu svarað þessu.

Hvað skiptir mestu?
Hvernig röðum við?
Hver er mælikvarðinn?
Hvenær brýtur nauðsyn lög?
Hvenær brýtur miskunnsemin lög?
Hvað með miskunnina í lífi þjóðarinnar?

Nauðsyn brýtur lög
Miskunn brýtur lög
Okkur hættir til að afsaka okkur eins og gerðist í sögunni um miskunnsama Samverjann. Við grípum til afsakana, laga, hefða etc. En gleymum aldrei því sem er mikilvægast.

Miskunnsemi og umburðarlyndi?

Eru við of umburðarlynd og kærulaus?
Menn sem eitthvað verður á í opinberu lífi halda bara áfram að vinna eins og ekkert sé. Erum við of lin í afstöðu okkar til fólks og afbrota þeirra?

Að axla ábyrgð
Að geta ekki stigið niður
Að þola ekki auðmýkingu

Lúk 14.7-11 Hefðarsætin
Guðspjall:
Lúk 14.7-11
Jesús gaf því gætur hvernig boðsgestir völdu sér hefðarsætin, tók dæmi og sagði við þá: „Þegar einhver býður þér til brúðkaups, þá set þig ekki í hefðarsæti. Svo getur farið að manni þér fremri að virðingu sé boðið og sá komi er ykkur bauð og segi við þig: Þoka fyrir manni þessum. Þá verður þú með kinnroða að taka ysta sæti. Far þú heldur er þér er boðið og set þig í ysta sæti svo að sá sem bauð þér segi við þig þegar hann kemur: Vinur, flyt þig hærra upp! Mun þér þá virðing veitast frammi fyrir öllum er sitja til borðs með þér. Því að hver sem upp hefur sjálfan sig mun auðmýktur verða en sá sem lítillækkar sjálfan sig mun upp hafinn verða.“

„Hegðunarskóli Jesú!“
Þegar þú ferð í veizlu
Hreyktu þér ekki upp
Því að hver sem upp hefur sjálfan sig mun auðmýktur verða en sá sem lítillækkar sjálfan sig mun upp hafinn verða.

Siðaboðskapur Jesú
Afhjúpar hver við erum. Að við erum öll brotleg við boð Guðs og í vonlausri stöðu gagnvart hinum fullkomna mælikvarða. Þess vegna þurfum við á miskunn Guðs að halda.

Auðmýkt er undanfari upphefðar.

Hvernig fagna íþróttamenn nú og hvernig áður fyrr?

Í hvaða skóla gekkstu?
Í hvaða skóla ertu?
Í hvaða skóla ert þú?
Í hvaða skóla eru Íslendingar?
Þurfum við Íslendingar ekki að taka námið af meiri alvöru?
Sumir halda að við verðum betri þjóð með því að henda arfinum.
Við þurfum ekki minni kristindóm í landinu, heldur miklu meiri!

Við erum öll í háskóla himinsins
Alla ævina er Guð að skóla okkur til, kenna okkur hið góða og andæfa þannig hinu illa.
Svo lengi lærir sem lifir.
Við útskrifumst ekki fyrr en við lífslok.
En við fáum öll falleinkun! En fyrir náð Guðs og miskunn útskrifumst við honum sem einn náði prófinu.
Við erum systkin hans, skólasystkin hans.
Njótum lífsins, leitum okkur þekkingar, lærum hin góðu gildi og látum okkur dreyma um betra líf, réttlátara þjóðfélag, betra mannlíf, fegurri heim – heim Guðs, heiminn sem Jesús hefur leyst og frelsað.

url: http://ornbardur.annall.is/2012-09-30/haskoli-himinsins-predikun-30-september-2012/


© örnbárður.annáll.is · Færslur · Ummæli