örnbárður.annáll.is

AnnállAuglýsingarLíkræðurPistlar o.fl.PrédikanirSkopmyndirUm annálinnÞýðingar

« Stuðningsmenn skrifa bréf · Heim · Hlutverk menningar og listgreina – máltíðir og mettun »

Vísur úr biskupskjöri

Örn Bárður @ 13.55 16/3/12

skorinnstokkkurÁ fundum biskupskandidata
sem haldnir voru á 6 stöðum
á landinu í mars 2012
sögðu þeir hver fyrir sig af sér
og sínum áherslum í kirkjumálum.
Sr. Gunnar Sigurjónsson sagði m.a.
frá menntun sinni og fyrri störfum
og þar kennir vægast sagt margra grasa
eins og t.a.m. kunnáttu í öllum rafsuðugerðum og reykköfun. Þá orti Örn Bárður Jónsson:

Á fundum við hittum bæði lærð og leik
lásum salinn hress og keik.
En bara einn það kunni
og það var hann Gunni
enda menntaður í að vaða reyk.

Á fundinum á Akureyri var einn í ræðustól en Gunnar Sigurjónsson búinn að tala og einhverjir fleiri. Þá orti Gunnar:

Nú fölna og þreytast fundarmenn
er frambjóðendurnir mala
keppni veitir mér enginn enn,
- en Örn á eftir að tala.

Undir lok fundar orti Örn Bárður út frá umræðunni um dvínandi traust á Þjóðkirkjunni:

Traustið dvínar, Drottinn hlær
dags í ljósi skæra.
Segir: Komið! – Komið nær,
kærleikann að næra.

url: http://ornbardur.annall.is/2012-03-16/visur-ur-biskupskjori/


© örnbárður.annáll.is · Færslur · Ummæli