örnbárður.annáll.is

AnnállAuglýsingarLíkræðurPistlar o.fl.PrédikanirSkopmyndirUm annálinnÞýðingar

« Eigi mannsins megin – Grein í Morgunblaðin 10. mars 2012 · Heim · Svör við spurningum séra Flóka Kristinssonar sem hann bar fram fyrir hönd presta »

Svör við spurningum um jafnrétti innan kirkjunnar

Örn Bárður @ 10.06 11/3/12

jafnrettiFélag
prestvígðra kvenna

bað um
að biskupskandídatar
svöruðu spurningum
um jafnrétti.

Ég fagna þessum
spurningum
og svara þeim hér að neðan.

1. Munt þú beita þér fyrir því að markmið Jafnréttisstefnu kirkjunnar nái fram að ganga? Hver telur þú brýnustu forgangsverkefni stefnunnar?

Svar:  Já, samþykktir sem kirkjan hefur gengist undir þarf hún að uppfylla. Í II. kafla, 3. töluliði Jafnréttisstefnunnar er talað um: „Að tryggja framkvæmd þessara markmiða með framkvæmdaráætlun.“ Stefna og mið eru góð en fátt gerist af sjálfu sér. Því þarfa að gera framkvæmdaráætlun og vinna markvisst að uppfyllingu hennar. Ég hef ekki rekist á þessa áætlun en bendi á að Velferðarráðuneytið hefur sett fram drög að slíkri áætlun.

2. Finnst þér ástæða til að setja á stofn launaða stöðu jafnréttisfulltrúa kirkjunnar?

Svar:  Fyrst þarfa að gera framkvæmdaráætlun sbr. hér að framan og ef hún kallar á sérstakan mannafla þá þarf að skoða það mál og finna fé til að standa undir launum hvort sem það verður hlutastarf eða fullt.

3. Nú situr engin vígð kona í Kirkjuráði annað kjörtímabilið í röð. Hver er þín afstaða til þess?

Svar:  Tryggja þarf að vígðir í kirkjuráði séu kona og karl og ennfremur tel ég að annað þeirra eigi að vera af landsbyggðinni en hitt af höfuðborgarsvæðinu.

4. Í nokkrum söfnuðum landsins, þar sem fleiri en einn prestur þjónar, eru eingöngu karlar í embætti prests. Hver er þín skoðun á því?

Svar: Framkvæmdaráætlun ætti að taka á þessu sérstaklega og setja um það reglur. Stefna skal að jöfnuði á landinu öllu en virða það að í einstökum tilfellum kunni að vera undantekningar sbr. svar sr. Agnesar: „Sé önnur skipan mála þá eru það undantekningar.“

url: http://ornbardur.annall.is/2012-03-11/svor-vid-spurningum-um-jafnretti-innan-kirkjunnar/


© örnbárður.annáll.is · Færslur · Ummæli