örnbárður.annáll.is

AnnállAuglýsingarLíkræðurPistlar o.fl.PrédikanirSkopmyndirUm annálinnÞýðingar

« Sigríður Ragnhildur Jónsdóttir 1917-2007 · Heim · Magnús Finnbogason 1927-2007 »

Hvað gerir mann að barni Guðs?

Örn Bárður @ 21.19 15/7/07

Hugvekjuna sem flutt var í messunni 15. júlí 2007 er hægt að hlusta á með því að nota hnappaborðið. Rætt var meðal annars um skírnina sem gjöf Guðs. Textar dagsins eru hér fyrir neðan:

Lexían; Jes. 42.6-7

Ég, Drottinn, hefi kallað þig til réttlætis og held í hönd þína. Ég mun varðveita þig og gjöra þig að sáttmála fyrir lýðinn og að ljósi fyrir þjóðirnar til að opna hin blindu augun, til að leiða út úr varðhaldinu þá, er bundnir eru, og úr dýflissunni þá, er í myrkri sitja.

Pistillinn: Gal. 3.26-28

Þér eruð allir Guðs börn fyrir trúna á Krist Jesú. Allir þér, sem eruð skírðir til samfélags við Krist, þér hafið íklæðst Kristi. Hér er enginn Gyðingur né grískur, þræll né frjáls maður, karl né kona. Þér eruð allir eitt í Kristi Jesú.

Guðspjallið: Mt. 5.17-19

Ætlið ekki, að ég sé kominn til að afnema lögmálið eða spámennina. Ég kom ekki til að afnema, heldur uppfylla. Sannlega segi ég yður: Þar til himinn og jörð líða undir lok, mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu, uns allt er komið fram. Hver sem því brýtur eitt af þessum minnstu boðum og kennir öðrum það, mun kallast minnstur í himnaríki, en sá, sem heldur þau og kennir, mun mikill kallast í himnaríki.

url: http://ornbardur.annall.is/2007-07-15/hvad-gerir-mann-ad-barni-guds/


© örnbárður.annáll.is · Færslur · Ummæli