örnbárður.annáll.is

AnnállAuglýsingarLíkræðurPistlar o.fl.PrédikanirSkopmyndirUm annálinnÞýðingar

« Erfiðir textar næsta sunnudag · Heim · Sáttmáli Guðs við þig! »

Svanur í Neskirkju

Örn Bárður @ 14.34 9/3/07

Dr. Svanur Kristjánsson, prófessor flutti erindi á Opnu húsi í Neskirkju s.l. miðvikudag, 7. mars 2007 og fjallaði um þróun lýðræðis á Íslandi, um lýðveldisstofnunina og hvaðan Íslendingar hefðu fengið sínar hugmyndir um lýðræði. Og niðurstöður hans er einkar athyglisverðar fyrir kirkjufólk því hann heldur því fram að hugmyndir Íslendinga á fyrri hluta liðinnar aldar um lýðræði eigi sér rætur í  kristinni kirkju og guðfræði.

Legg til að Svanur verði fenginn sem ræðumaður á næstu Prestastefnu sem haldin verður í lok apríl á Húsavík.

url: http://ornbardur.annall.is/2007-03-09/svanur-i-neskirkju/

Athugasemdir

Fjöldi 3, nýjasta neðst

Torfi Stefánsson @ 9/3/2007 17.00

Jú, auðvitað vilja allir fá Svan sem ræðumann á næstu Prestastefnu. Það skyldi þó ekki vera að frjálslynda aldamótaguðfræðin eigi eftir að bjarga íslensku þjóðkirkjunni á nýrri öld?

Örn Bárður @ 9/3/2007 22.27

Já, Torfi, viltu útskýra þetta betur?

Torfi Stefánsson @ 10/3/2007 00.26

Tja, kannski væri betra að þú útskýrðir orð Svans betur. Lýðræðishugsunin sem slík á ekki rætur sínar að rekja til kirkju eða kristni heldur til Grikkja og polis-hugsunar þeirra.
Hins vegar hafði aldamótaguðfræðin mikil áhrif á samfélagið eða eigum við að segja að samfélagið um aldamótin hafi haft mikil áhrif á guðfræðina? Guðfræðin var mjög “veraldleg” á þessum árum en ekki biblíuleg. Sonur Þórhalls Bjarnarsonar biskups varð forsætisráðherra (um 1930), þ.e. guðfræðingurinn og presturinn Tryggvi Þórhallsson og annar guðfræðingur, Ásgeir Ásgeirsson, var einnig forsætisráðherra um þetta leyti ef ég man rétt. Þetta voru með afbrigðum frjálslyndir guðfræðingar. Einnig má nefna Magnús Jónsson kirkjusöguprófessor sem var ráðherra litlu seinna.

Kirkjan var svo samdauna valdinu á þessum árum að varla var hægt að greina á milli ríkis og kirkju. Það tel ég aldrei heppilegt því kirkjan er ekki “veraldleg” í eðli sínu. Þetta breyttist svo sem betur fer smám saman með Barth og áhrifum hans, beinum sem óbeinum.
Það er auðvitað gott mál að fá Svan sem ræðumann á Prestastefnu því það er klár kall, en það er verra ef menn ætla að leita 100 ár aftur í tímann til að leysa kreppu kirkjunnar.


© örnbárður.annáll.is · Færslur · Ummæli