örnbárður.annáll.is

AnnállAuglýsingarLíkræðurPistlar o.fl.PrédikanirSkopmyndirUm annálinnÞýðingar

« Saltfiskur á föstu/dögum · Heim · Svanur í Neskirkju »

Erfiðir textar næsta sunnudag

Örn Bárður @ 14.06 9/3/07

Á vefslóðinni hér að neðan er hægt að nálgast lexíu, pistil og guðspjall næsta sunnudags, 11. mars 2007, sem ég er að glíma við. Ég sagði matargestum á Saltfiskdögum í Neskirkju frá þessari erfiðu glímu minni og að þeir gætu ásamt öðrum fengið að heyra afraksturinn í messunni n.k. sunnudag 11. mars kl. 11. Smelltu hér til að sjá textana. Viltu gefa mér ráð? Leggja orð í belg? Skrifaðu þá athugasemdir þínar hér á vefinn.

Þá er stefnt að því að birta ræðuna á vefnum sem hljóðskrá í kjölfar messunnar ef vel tekst til með upptöku og tölvuvinnslu en ég birti flestar prédikanir mínar á vefnum sem textaskjöl.

url: http://ornbardur.annall.is/2007-03-09/erfidir-textar-naesta-sunnudag/


© örnbárður.annáll.is · Færslur · Ummæli