örnbárður.annáll.is

AnnállAuglýsingarLíkræðurPistlar o.fl.PrédikanirSkopmyndirUm annálinnÞýðingar

« Grímuklæddur gangandi · Heim · Loksins rykbundinn dagur »

Saltfiskur á föstu/dögum

Örn Bárður @ 09.45 1/3/07

Ég má til með að segja ykkur frá Saltfiskdögum á föstu í Neskirkju en þeir eru haldnir í kjölfar kjötkveðjuhátíðar sem hér á landi er einkum haldin í formi sprengidags.

Lífið er saltfiskur. Föstudaginn 23. febrúar n.k. – og alla föstudaga til 30. mars – verður boðið upp á saltfiskmáltíð í hádeginu á Kaffitorgi Neskirkju í tilefni föstunnar. Fyrsta saltfiskdaginn, föstudaginn 23. febrúar, kom herra Karl Sigurbjörnsson í heimsókn. Fór hann á kostum eins og honum er einum lagið og ræddi hlutverk föstunnar sem er þekkt innan allra trúarbragða í einhverju formi og flutti margvíslegan fróðleik um trú og daglegt líf. Þann 2. mars, mun sjávarútvegsráðherra, Einar K. Guðfinnsson vera meðal gesta og taka til máls.
Föstudaginn 9. mars kemur Ólafur Hannibalsson en hann þýddi merka bók um sögu þorksins úr ensku sem kom út fyrir nokkrum árum.

Um aldir hafa Íslendingar framleitt saltfisk á Evrópumarkað, sem einkum var og er seldur til kaþólsku landanna, þar sem fastan hefur djúpar rætur og menn minnka kjötneyslu á föstunni í kjölfar kjötkveðjuhátíðarinnar – carnival. Tengsl föstu og saltfisks, viðskipta og trúar, eiga sér því langa sögu.

Margrét Þrastardóttir, matráðskona í Neskirkju, mun töfra fram suður-evrópska saltfiskrétti á föstunni.

Máltíðin kostar kr. 1.200 en af þeirri upphæð mun Neskirkja láta hluta renna til Hjálparstarfs kirkjunnar.

Sem sagt: Saltfiskur í hádeginu á föstudögum alla föstuna.

Verið velkomin í saltfisk í Neskirkju!

Á vef Þjóðkirkunnar er viðtal við sr. Örn Bárð um Saltfiskdagana á svonefndu Vefvarpi.

url: http://ornbardur.annall.is/2007-03-01/saltfiskur-a-fostudogum/

Athugasemdir

Fjöldi 1, nýjasta neðst

Árni Svanur @ 3/3/2007 13.14

Þetta er spennandi framtak og gaman að þið nýtið tækifærið á föstu með þessum hætti til að tengja saman trú og samfélag. Ég hef ekki enn komist í saltfiskinn en þekki það vel hversu góður maturinn er á kaffitorginu og get rétt ímyndað mér hversu miklar kræsingar eru í boði á föstudögum.


© örnbárður.annáll.is · Færslur · Ummæli