örnbárður.annáll.is

AnnállAuglýsingarLíkræðurPistlar o.fl.PrédikanirSkopmyndirUm annálinnÞýðingar

« Þorir þú? Þorum við? · Heim · Í sama liði og Ólöf og Hildur – og búin að sigra fyrirfram! »

Tár á himnum – Tears in Heaven

Örn Bárður @ 22.51 12/7/04

Eric Clapton and Will Jennings

(Prófaðu að raula lagið og athugaðu hvort textinn fellur að laginu.
Athugasemdir vel þegnar neðanmáls.)

Muntu þekkja mig,
ef ég sé þig á himnum?
Verður allt sem var,
ef ég sé þig á himnum?
Ég þrauka verð,
hald’ áfram ferð.
Því ég veit ég á ei heima,
hér á himnum.


Muntu leiða mig,
ef ég sé þig á himnum?
Muntu styrkja mig,
ef ég sé þig á himnum?
Ég reika þrátt
um dag og nátt,
því ég veit ég get ei dvalið
hátt á himnum.

Tímans byrði er þung,
tíminn beygir kné.
Tíminn hjartað sker.
Bæn í hjarta er,
hjarta mér.

Við himins hlið,
þú finnur frið,
og ég veit að hverfa tár, við
himins hlið.

Muntu þekkja mig,
ef ég sé þig á himnum?
Verður allt sem var,
ef ég sé þig á himnum?
Ég þrauka verð,
hald’ áfram ferð.
Því ég veit ég á ei heima,
hér á himnum.

Þýðing ©: Örn Bárður Jónsson 2004

Leitast var við að þýða textan beint með rími eftir því sem við var komið í stað þess að umyrkja. Ekki var fylgt eftir ströngustu bragfræðireglum, íslenskum.

url: http://ornbardur.annall.is/2004-07-12/22.51.36/

© örnbárður.annáll.is · Færslur · Ummæli