örnbárður.annáll.is

AnnállAuglýsingarLíkræðurPistlar o.fl.PrédikanirSkopmyndirUm annálinnÞýðingar

« Ályktun prestastefnu um Íraksstríðið · Heim · Til umþenkingar »

Vonandi í góðu sambandi!

Örn Bárður @ 13.41 11/6/04

Þetta er alveg ný reynsla að vera beintengdur og með annál. Hef fengið góða hvatningu frá starfsbróður mínum, Sigurði Árna, sem er mjög avant í sínum annáli og flýgur mikinn, jafnvel með meiri arnsúgi en örninn sjálfur, skáldlegur og frjór á allan hátt.


Hlakka til að sjá hvernig þetta þróast. Ég tók reyndar út úr annálnum eina grein sem ég hafði hugsað mér í Lesbók Morgunblaðsins og sendi hana ritstjóra. Bíð eftir svari hans. Mér hefur gegnið illa að fá birtar greinar í Lesbók síðan smásagan mín, Íslensk fjallasala birtist þar!

Var að skoða annálinn hans Skúla Ólafssonar sem er mjög duglegur að skrifa og frjór í sínum guðfræðilegu pælingum.

En þetta tekur allt dálítinn tíma og gott að vera í sumarleyfi meðan maður húkkast algjörlega og spriklar eins og kálfur að vori.

url: http://ornbardur.annall.is/2004-06-11/13.41.58/

© örnbárður.annáll.is · Færslur · Ummæli